Óvissustigi vegna Covid aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 13:23 Engar opinberar aðgerðir hafa veri í gangi frá febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frá 27. janúar 2020 hafa ýmis almannavarnastig verið í gildi en er þar um að ræða óvissu-, hættu og neyðarstig. Í yfirlýsingu frá almannavörnum segir að ekkert nýtt afbrigði hafi greinst hér á landi í rúmlega ár, íbúar séu vel bólusettir og innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað. Þar að auki hafi engar opinberar aðgerðir verið í gangi frá febrúar 2022. Landspítali, sem hafði starfað á ýmsum hættustigum frá 30. janúar 2020, var færður af óvissustigi þann 15. mars síðastliðinn. Heilsugæslan hætti að bjóða upp á greiningar frá og með fyrsta mars en þá höfðu um tíu manns verið að greinast á dag. Faraldur Covid er enn yfirlýstur heimsfaraldur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og talinn ógn við lýðheilsu í heiminum. Sjúkdómurinn er einnig enn til staðar hér á landi. Í hverri viku er fólk veikt á sjúkrahúsi. Fyrir utan veikindi voru 246 andlát skráð vegna Covid-19 frá 2020 til 2022. Í janúar 2023 voru þrettán andlát en í febrúar hefur eitt andlát verið skráð, samkvæmt bráðabirgðatölum. „Þó dregið hafi úr aðgerðum vegna Covid-19 í flestum löndum er faraldurinn enn í gangi með tilheyrandi veikindum, andlátum og álagi á heilbrigðiskerfi. Vöktun, eftirlit og viðbrögð við Covid-19 verða áfram með sama hætti og vegna annarra smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar. Ef tilefni er til verður viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs virkjuð á ný á viðeigandi almannavarnastigi,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þar segir að upplýsingar sóttvarnalæknis um Covid á Íslandi, Covid.is, muni færast alfarið yfir á vef landlæknis. Það eru upplýsingar um viðbrögð, bólusetningar og tölfræði. Þá hefur embætti landlæknis sett upp sérstakt mælaborð með upplýsingum um umframdánartíðni á Íslandi og Covid-19 andlát. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Í yfirlýsingu frá almannavörnum segir að ekkert nýtt afbrigði hafi greinst hér á landi í rúmlega ár, íbúar séu vel bólusettir og innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað. Þar að auki hafi engar opinberar aðgerðir verið í gangi frá febrúar 2022. Landspítali, sem hafði starfað á ýmsum hættustigum frá 30. janúar 2020, var færður af óvissustigi þann 15. mars síðastliðinn. Heilsugæslan hætti að bjóða upp á greiningar frá og með fyrsta mars en þá höfðu um tíu manns verið að greinast á dag. Faraldur Covid er enn yfirlýstur heimsfaraldur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og talinn ógn við lýðheilsu í heiminum. Sjúkdómurinn er einnig enn til staðar hér á landi. Í hverri viku er fólk veikt á sjúkrahúsi. Fyrir utan veikindi voru 246 andlát skráð vegna Covid-19 frá 2020 til 2022. Í janúar 2023 voru þrettán andlát en í febrúar hefur eitt andlát verið skráð, samkvæmt bráðabirgðatölum. „Þó dregið hafi úr aðgerðum vegna Covid-19 í flestum löndum er faraldurinn enn í gangi með tilheyrandi veikindum, andlátum og álagi á heilbrigðiskerfi. Vöktun, eftirlit og viðbrögð við Covid-19 verða áfram með sama hætti og vegna annarra smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar. Ef tilefni er til verður viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs virkjuð á ný á viðeigandi almannavarnastigi,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þar segir að upplýsingar sóttvarnalæknis um Covid á Íslandi, Covid.is, muni færast alfarið yfir á vef landlæknis. Það eru upplýsingar um viðbrögð, bólusetningar og tölfræði. Þá hefur embætti landlæknis sett upp sérstakt mælaborð með upplýsingum um umframdánartíðni á Íslandi og Covid-19 andlát.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42