Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki frjálsra íþrótta Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 17:43 Lávarður Sebastian Coe er formaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Vísir/Getty Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt að trans konur fái ekki að keppa í kvennaflokki í mótum á vegum sambandsins. Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira