Hyggst leita að tækni frá siðmenningu úr geimnum í Kyrrahafi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 11:35 Loeb, sem er virtur vísindamaður, hefur haldið því fram að mögulega sé móðurskip í sólkerfinu okkar að senda minni för til að rannsaka plánetur á borð við jörðina. Getty/Bryan Bedder Eðlisfræðingurinn Avi Loeb, prófessor við Harvard-háskóla, hyggur á leiðangur á Kyrrahafi til að finna mögulegar leifar hlutar frá siðmenningu úr geimnum. Hluturinn hrapaði til jarðar undan ströndum Manus-eyja árið 2014. Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira