Leggjum niður hugvísindi! Geir Sigurðsson skrifar 27. mars 2023 09:01 Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? Eru ekki nægilega margir að skrifa og meta skáldsögur fyrir jólabókaflóðið? Hvað er á heimspeki að græða? Hvert er framlag hennar til þjóðarbúsins? Höfum við meira milli handanna fyrir tilstilli málvísinda? Og til hvers þarf að bjóða upp á háskólanám í tungumálum öðrum en ensku – og hugsanlega íslensku, þótt það virðist nú dýru verði keypt fyrst íslenskan er hvort sem er á undanhaldi? Er ekki nægilegt að geta haft skiljanleg samskipti á íslensku á þeim vettvangi sem höfuðmáli skiptir, vettvangi einkaneyslunnar, þ.e. í verslunum og á veitingahúsum? Ísland er lítið land og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að vænka hag þjóðarbúsins. Væri þá ekki nær að leggja hugvísindi niður til að stúdentar leggðu fremur stund á nám í hagnýtum og arðbærum greinum á borð við lögfræði, viðskiptafræði og tæknigreinum? Það blasir við að vel heppnað og straumlínulagað samfélag þarf ekki á „sérfræðingum“ að halda sem þykjast vita meira en aðrir um menningu annarra þjóða, siðfræðilegan grundvöll samfélagslegrar orðræðu, merkingu bókmennta og kvikmynda, sögulegar forsendur samtímans og gagnrýna hugsun, svo fátt eitt sé nefnt. Er ekki nóg að hafa Google, Wikipediu og ChatGTP til að skera úr um hvers kyns álitamál sem heyra þessum sviðum til? Ísland ætti að vera fyrst þjóða til að leggja þessar greinar niður – og kannski er það einmitt að eiga sér stað um þessar mundir. Í sjálfu sér er það einfalt mál, enda einskorðast þær að mestu við einn háskóla. Um leið væri hægt um vik að stytta framhaldsskólann í tvö ár. Og grunnskólann um nokkur til viðbótar. Hagræðingin væri gríðarleg. Þarna mætti spara tugi milljarða, fækka í leiðinni bókasöfnum og auðvitað skjalasöfnum, auk þess sem fólk væri jafnvel komið út á vinnumarkaðinn um sextán ára aldur og strax tekið til við að stuðla að hagvexti landsins. Ekki þyrfti lengur að flytja inn vinnuafl fyrir ferðaþjónustuna. Tökum svo stöðuna eftir fimm ár og sjáum þá hvort nokkuð hafi breyst til hins verra. Mun ekki koma í ljós að flestir verða alsælir í sínum arðbæru störfum sem leggja svo mikið til þjóðarbúsins? Hægt væri að lækka skatta niður í 10% svo fólk hefði meira milli handanna og geti keypt sér fleiri hluti. Í ljósi þeirrar reynslu mætti halda áfram á sömu leið, draga úr eða leggja niður menntunarfræði, því engin þörf verður fyrir jafn marga kennara og alls ekki í mörgum greinum. Áherslan gæti færst yfir á fjármálalæsi og STEAM greinar – þótt þar þyrfti auðvitað að vanda mjög til verka og tryggja að listsköpunarþátturinn yrði hagnýtur og einskorðaðist við sköpun verka sem stuðla að hagvexti. Jafnvel væri ráðrúm til að spandera einkaskrifstofum á þá fáu kennara sem eftir væru í menntunarfræðum. Svo mætti snúa sér að hagræðingum í félagsvísindum, a.m.k. þeim sem leggja ekkert markvert til þjóðarbúsins. Sú ákvörðun að leggja niður hugvísindi væri þannig fyrsta stóra skrefið í því að gera samfélagið mun einfaldara, þægilegra og ekki síst arðbærra. Ef svo ólíklega vildi til að endilega væri þörf á einhverjum sérfræðingum í mannsmynd á sviði hugvísinda endrum og eins mætti hæglega kaupa þá þjónustu erlendis frá, enda ættum við þá nóg fjármagn fyrir slíkum lúxus. Hér með skora ég á ráðamenn landsins að velta alvarlega fyrir sér þessum kosti og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann gæti haft fyrir uppbyggingu blómlegs mannlífs í þeirri framtíðarparadís sem Ísland gæti þá loksins orðið. Höfundur er forseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? Eru ekki nægilega margir að skrifa og meta skáldsögur fyrir jólabókaflóðið? Hvað er á heimspeki að græða? Hvert er framlag hennar til þjóðarbúsins? Höfum við meira milli handanna fyrir tilstilli málvísinda? Og til hvers þarf að bjóða upp á háskólanám í tungumálum öðrum en ensku – og hugsanlega íslensku, þótt það virðist nú dýru verði keypt fyrst íslenskan er hvort sem er á undanhaldi? Er ekki nægilegt að geta haft skiljanleg samskipti á íslensku á þeim vettvangi sem höfuðmáli skiptir, vettvangi einkaneyslunnar, þ.e. í verslunum og á veitingahúsum? Ísland er lítið land og allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að vænka hag þjóðarbúsins. Væri þá ekki nær að leggja hugvísindi niður til að stúdentar leggðu fremur stund á nám í hagnýtum og arðbærum greinum á borð við lögfræði, viðskiptafræði og tæknigreinum? Það blasir við að vel heppnað og straumlínulagað samfélag þarf ekki á „sérfræðingum“ að halda sem þykjast vita meira en aðrir um menningu annarra þjóða, siðfræðilegan grundvöll samfélagslegrar orðræðu, merkingu bókmennta og kvikmynda, sögulegar forsendur samtímans og gagnrýna hugsun, svo fátt eitt sé nefnt. Er ekki nóg að hafa Google, Wikipediu og ChatGTP til að skera úr um hvers kyns álitamál sem heyra þessum sviðum til? Ísland ætti að vera fyrst þjóða til að leggja þessar greinar niður – og kannski er það einmitt að eiga sér stað um þessar mundir. Í sjálfu sér er það einfalt mál, enda einskorðast þær að mestu við einn háskóla. Um leið væri hægt um vik að stytta framhaldsskólann í tvö ár. Og grunnskólann um nokkur til viðbótar. Hagræðingin væri gríðarleg. Þarna mætti spara tugi milljarða, fækka í leiðinni bókasöfnum og auðvitað skjalasöfnum, auk þess sem fólk væri jafnvel komið út á vinnumarkaðinn um sextán ára aldur og strax tekið til við að stuðla að hagvexti landsins. Ekki þyrfti lengur að flytja inn vinnuafl fyrir ferðaþjónustuna. Tökum svo stöðuna eftir fimm ár og sjáum þá hvort nokkuð hafi breyst til hins verra. Mun ekki koma í ljós að flestir verða alsælir í sínum arðbæru störfum sem leggja svo mikið til þjóðarbúsins? Hægt væri að lækka skatta niður í 10% svo fólk hefði meira milli handanna og geti keypt sér fleiri hluti. Í ljósi þeirrar reynslu mætti halda áfram á sömu leið, draga úr eða leggja niður menntunarfræði, því engin þörf verður fyrir jafn marga kennara og alls ekki í mörgum greinum. Áherslan gæti færst yfir á fjármálalæsi og STEAM greinar – þótt þar þyrfti auðvitað að vanda mjög til verka og tryggja að listsköpunarþátturinn yrði hagnýtur og einskorðaðist við sköpun verka sem stuðla að hagvexti. Jafnvel væri ráðrúm til að spandera einkaskrifstofum á þá fáu kennara sem eftir væru í menntunarfræðum. Svo mætti snúa sér að hagræðingum í félagsvísindum, a.m.k. þeim sem leggja ekkert markvert til þjóðarbúsins. Sú ákvörðun að leggja niður hugvísindi væri þannig fyrsta stóra skrefið í því að gera samfélagið mun einfaldara, þægilegra og ekki síst arðbærra. Ef svo ólíklega vildi til að endilega væri þörf á einhverjum sérfræðingum í mannsmynd á sviði hugvísinda endrum og eins mætti hæglega kaupa þá þjónustu erlendis frá, enda ættum við þá nóg fjármagn fyrir slíkum lúxus. Hér með skora ég á ráðamenn landsins að velta alvarlega fyrir sér þessum kosti og þeim ómetanlegu áhrifum sem hann gæti haft fyrir uppbyggingu blómlegs mannlífs í þeirri framtíðarparadís sem Ísland gæti þá loksins orðið. Höfundur er forseti Mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun