Við ræðum við viðbragðsaðila, sérfræðinga og bæjarbúa um flóðin og áhrif þeirra. Verið er að rýma fjölda húsa í Neskaupsstað í varúðarskyni og þá hafa hús einnig verið rýmd á Seyðisfirði.
Einnig fjöllum við um bruna í nótt í skóla í Grafarvogi og brennuvarg sem lék sér að því að kveikja í sinu í gærkvöldi í Reykjvík.
Einnig heyrum við í forkólfum verkalýðsfélaganna sem eru ómyrkir í máli og hvetja fólk til að rísa upp gegn verðbólgunni og vaxtahækkunum Seðlabankans.