Hugvísindin efla alla dáð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. mars 2023 22:31 "Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
"Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar