Gular viðvaranir og mjög mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum næstu daga Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 07:16 Það dregur til tíðinda í kvöld þegar úrkoman eykst umtalsvert á Austfjörðum og undir Vatnajökli með austanátt og talsverðri slyddu eða snjókomu. Landsbjörg Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi og verður til klukkan ellefu á fyrrnefnda svæðinu en til tíu á hinu. Í landshlutanum er austan stormur og snjókoma og mjög snarpar vindhviður eins og undir Eyjafjöllum og vestan Öræfa. Á Suðausturlandi er hringvegurinn lokaður á milli Skaftafells og Jökulsárlóns og á Suðurlandi er lokað á milli Markarfljóts og Víkur. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er síðan í gildi á öllum Austfjörðum en hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið í nótt. Á miðnætti taka síðan gular viðvaranir gildi á Austfjörðum þar sem spáð er talsverði eða mikilli snjókomu eða skafrenningi með þungri færð og lélegu skyggni. Á vef Veðurstofunnar segir að á Austfjörðum sé mikil snjóflóðahætta í dag en á morgun og hinn mjög mikil snjóflóðahætta. Gular viðvaranir eru í gildi á suðurhluta landsins, en viðvörunin tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði austan hvassviðri eða stormur með suðurströndinni í byrjun dags og snjókoma. Það muni hlýna þegar líður á daginn þegar hlýtt loft sækir til landsins suður úr höfum og breytist þá úrkoman í slyddu eða rigningu. Hægari vindur annars staðar og lengst af úrkomulítið fyrir norðan. Hiti verður á bilinu eitt til sex stig seinni partinn, en nálægt frostmarki um landið norðaustanvert. „Í kvöld dregur til tíðinda þegar úrkoman eykst umtalsvert á Austfjörðum og undir Vatnajökli með austanátt og talsverðri slyddu eða snjókomu. Á morgun heldur úrkomuþunginn áfram og fram á föstudag lítur út fyrir mjög mikla úrkomu á því svæði. Spár eru eilítið á reiki með hitastigið og þá hvort úrkoman breytist yfir í rigningu á einhverjum tímapunkti. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með þróun spáa og útgáfu viðvarana,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Austlæg átt 13-20 m/s, en hægari suðvestanlands um kvöldið. Rigning eða slydda með köflum og hiti 2 til 8 stig, en snjókoma norðaustantil með hita nálægt frostmarki. Talsverð slydda eða snjókoma austast á landinu. Á föstudag: Minnkandi austanátt, 5-15 m/s eftir hádegi. Rigning eða slydda með köflum á vestanverðu landinu, en samfelld snjókoma eða rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á laugardag: Suðlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en slydda eða rigning suðaustantil og á Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Snýst í suðvestan 8-13 m/s með éljum, en þurrt Norðaustanlands. Kólnar í veðri. Á mánudag: Norðaustlæg átt og þurrt, en rigning eða slydda um landið suðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega átt og bjart með köflum. Hiti breytist lítið. Veður Almannavarnir Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Á Suðausturlandi er hringvegurinn lokaður á milli Skaftafells og Jökulsárlóns og á Suðurlandi er lokað á milli Markarfljóts og Víkur. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er síðan í gildi á öllum Austfjörðum en hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið í nótt. Á miðnætti taka síðan gular viðvaranir gildi á Austfjörðum þar sem spáð er talsverði eða mikilli snjókomu eða skafrenningi með þungri færð og lélegu skyggni. Á vef Veðurstofunnar segir að á Austfjörðum sé mikil snjóflóðahætta í dag en á morgun og hinn mjög mikil snjóflóðahætta. Gular viðvaranir eru í gildi á suðurhluta landsins, en viðvörunin tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði austan hvassviðri eða stormur með suðurströndinni í byrjun dags og snjókoma. Það muni hlýna þegar líður á daginn þegar hlýtt loft sækir til landsins suður úr höfum og breytist þá úrkoman í slyddu eða rigningu. Hægari vindur annars staðar og lengst af úrkomulítið fyrir norðan. Hiti verður á bilinu eitt til sex stig seinni partinn, en nálægt frostmarki um landið norðaustanvert. „Í kvöld dregur til tíðinda þegar úrkoman eykst umtalsvert á Austfjörðum og undir Vatnajökli með austanátt og talsverðri slyddu eða snjókomu. Á morgun heldur úrkomuþunginn áfram og fram á föstudag lítur út fyrir mjög mikla úrkomu á því svæði. Spár eru eilítið á reiki með hitastigið og þá hvort úrkoman breytist yfir í rigningu á einhverjum tímapunkti. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með þróun spáa og útgáfu viðvarana,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Austlæg átt 13-20 m/s, en hægari suðvestanlands um kvöldið. Rigning eða slydda með köflum og hiti 2 til 8 stig, en snjókoma norðaustantil með hita nálægt frostmarki. Talsverð slydda eða snjókoma austast á landinu. Á föstudag: Minnkandi austanátt, 5-15 m/s eftir hádegi. Rigning eða slydda með köflum á vestanverðu landinu, en samfelld snjókoma eða rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á laugardag: Suðlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en slydda eða rigning suðaustantil og á Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Snýst í suðvestan 8-13 m/s með éljum, en þurrt Norðaustanlands. Kólnar í veðri. Á mánudag: Norðaustlæg átt og þurrt, en rigning eða slydda um landið suðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega átt og bjart með köflum. Hiti breytist lítið.
Veður Almannavarnir Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira