Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 07:06 Fylgst er náið með stöðunni en seinni partinn í dag er gert ráð fyrir að úrkoma verði mest orðin í formi rigningar. Vísir/Sigurjón Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fyrir austan sé nú rigning slydda eða snjókoma. Fylgst er náið með stöðunni en seinni partinn í dag er gert ráð fyrir að úrkoma verði mest orðin í formi rigningar. Því er búist við asahláku á svæðinu um miðjan dag í dag. Einhverri úrkomu er síðan spáð á morgun, en ekki eins mikilli og í dag. Um veðrið á landinu segir að búist sé við austlægri átt í dag, sums staða hvassviðri eða jafnvel stormi suðaustanlands og með austurstöndinni. Lítilsháttar rigning eða slydda öðru hvoru vestantil á landinu og verður hiti á bilinu núll til tíu stig. Svalast verður í innsveitum norðaustanlands. „Á morgun leggst hann í suðaustankalda eða -strekking. Úrkomulaust að kalla á Norðurlandi, en annars rigning með köflum og hlýnar í veðri fyrir norðan. Snýst síðan í útsynningskalda á laugardag með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars rigning eða slydda með köflum, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan. Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda suðaustanlands og á Austfjörðum fram eftir degi. Hiti 1 til 8 stig, svalast inn til landsins. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður í bili. Á mánudag: Gengur í hvassa austanátt með talsverðri rigningu, en sums staðar slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hlýnandi veður. Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt með skúrum víða um land og milt veður. Á miðvikudag: Líklega ákveðin suðvestanátt með skúrum eða éljum og heldur kólnandi veður. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fyrir austan sé nú rigning slydda eða snjókoma. Fylgst er náið með stöðunni en seinni partinn í dag er gert ráð fyrir að úrkoma verði mest orðin í formi rigningar. Því er búist við asahláku á svæðinu um miðjan dag í dag. Einhverri úrkomu er síðan spáð á morgun, en ekki eins mikilli og í dag. Um veðrið á landinu segir að búist sé við austlægri átt í dag, sums staða hvassviðri eða jafnvel stormi suðaustanlands og með austurstöndinni. Lítilsháttar rigning eða slydda öðru hvoru vestantil á landinu og verður hiti á bilinu núll til tíu stig. Svalast verður í innsveitum norðaustanlands. „Á morgun leggst hann í suðaustankalda eða -strekking. Úrkomulaust að kalla á Norðurlandi, en annars rigning með köflum og hlýnar í veðri fyrir norðan. Snýst síðan í útsynningskalda á laugardag með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars rigning eða slydda með köflum, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan. Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda suðaustanlands og á Austfjörðum fram eftir degi. Hiti 1 til 8 stig, svalast inn til landsins. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður í bili. Á mánudag: Gengur í hvassa austanátt með talsverðri rigningu, en sums staðar slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hlýnandi veður. Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt með skúrum víða um land og milt veður. Á miðvikudag: Líklega ákveðin suðvestanátt með skúrum eða éljum og heldur kólnandi veður.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira