Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 13:31 Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson og stjörnuleikmaðurinn Aliyah Collier hnakkrifust í leikhléi Njarðvíkur á Hlíðarenda í gær. Stöð 2 Sport Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Sjá meira