Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vinnur nú að því hörðum höndum að veðurstöð verði sett upp í Vík í Mýrdal. Ástæðan er sú að þorpið í Vík er mjög útsett fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1 í gegnum þorpið.
Ritstjóri Fréttablaðsins segir að haldi hlutirnir á fjölmiðlamarkaði að þróast eins og þeir eru að gera muni Ríkisútvarpið standa eitt eftir.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunni af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni.