Braut lög með því að beina öryggismyndavél að húsi og landi nágrannans Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2023 07:49 Nágrannarnir deildu um afnotarétt að vegi á landi þeirra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að eigendur húss hafi brotið gegn persónuverndarlögum og reglugerð um rafræna vöktun með því að beina öryggismyndavél að landi og húsi nágranna. Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun. Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Deiluna má rekja til ágreinings um umferðarrétt á vegi en eigandi vélarinnar taldi sig eiga hagsmuni af því að njóta réttar til notkunar vegarins og að með rafrænni vöktun hafi hann viljað sýna fram á, gegn yfirlýsingu kvartenda, að umferð væri þar lítil. Nágrannarnir kvörtuðu til Persónuverndar vegna málsins í september 2021 vegna uppsetningar öryggismyndavélarinnar. Var kvartað yfir því að myndavélin hafi beinst að landareign, vegi og húsi þeirra, auk þess að engar merkingar væru um vöktunina. Vildu þeir meina að ekki hafi verið aflað samþykkis fyrir uppsetningarinnar og engar upplýsingar væru um ábyrgðaraðila og tilgang vöktunarinnar. Þá var farið fram á að myndavélin yrði fjarlægð og öllu uppteknu efni eytt, en eigandi vélarinnar hafði áður ekki orðið við beiðninni. Vildi sýna fram á litla umferð Eigandi vélarinnar hafnaði því að hann væri að vakta nágrannana en upplýsti að hann hafi vegna ágreinings um umferðarþunga á umræddum vegi sett upp vélina í nokkra daga. Tilgangurinn hafi verið sýna nágrönnunum fram á, gegn þeirra trú, á lítinn umferðarþunga um umræddan veg. Eftir að veginum var lokað af kvartendum vorið 2021 hafi hins vegar enginn tilgangur verið lengur með vöktuninni. „Síðan þá hafi engin eftirlitsmyndavél verið virk og engin vöktun viðhöfð. Af þeim sökum hafi ekki verið hægt að afhenda Persónuvernd skjáskot úr myndavélinni og ekkert myndefni sé til sem hægt sé að eyða,“ segir í þeim kafla úrskurðarins þar sem sjónarmið eiganda vélarinnar eru reifuð. Orð gegn orði Í niðurstöðukafla Persónuverndar segir að orð gegn orði standi um það hvort sú vinnsla persónuupplýsinga sem kvartað er yfir hafi farið fram, það er hvort að eigandi vélarinnar hafi beint vélinni að íbúðarhúsi kvartenda og að landsvæðum í þeirra eigu utan umþrætts vegar. Persónuvernd leggur því til grundvallar yfirlýsingu eiganda vélarinnar um að hann hafi viðhaft rafræna vöktun með umræddum vegi áður en honum var lokað vorið 2021. Persónuvernd mat það sem svo að eigandi vélarinnar hafi ekki sýnt fram á vöktunin hafi verið nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna hans, sem vegi þyngra en hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi nágrannanna sem kröfðust verndar persónuupplýsinga. Niðurstaðan væri því sú að eigandi vélarinnar hafi því brotið lög um persónuvernd og reglugerð um rafræna vöktun.
Persónuvernd Nágrannadeilur Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent