Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 08:38 Geimfararnir fjórir við kynninguna í Houston í gær. Frá vinstri: Jeremy Hansen, Victor Glover, Reid Wiseman og Christina Hammock Koch. AP/MIchael Wyke Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel
Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira