Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ískenskur krabbameinslæknir segir fréttir um að bóluefni við krabbameini gætu litið dagsins ljós innan fárra ára spennandi. Sagan sýni þó að rannsóknir taki oftast lengri tíma en áætlað er. Við ræðum við lækninn um þessi tíðindi í hádegisfréttum.

Mikil stemmning er á Ísafirði en þar fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram í nítjánda sinn ásamt skíðavikunni margfrægu. Rokkstjóri hátíðarinnar segist hálfklökkur yfir hversu vel gangi. Tónleikarnir halda áfram í kvöld.

Og meira af páskafríinu því allir sumarbústaðir í Uppsveitum Árnessýslu, sem skipta þúsundum, eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingarstaður fólksins í fríinu sínu.

Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×