Ísland og Svíþjóð í fyrsta sæti á gríðarstórri netvarnaræfingu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 18:20 Sérfræðingar frá netöryggissveit fjarskiptastofu (CERT-IS), Landhelgisgæslu Íslands, Ríkislögreglustjóra, Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna og utanríkisráðuneyti Íslands, sem tóku þátt fyrir Íslands hönd. Í heildina taldi sænsk-íslenska liðið um 100 manns og þátttakendur alls voru um 2.400 í 24 liðum. Lengst til hægri er Patrik Fältström, starfsmaður sænska hersins, sem var teymisstjóri liðsins. Utanríkisráðuneytið Sameinað lið Íslands og Svíþjóðar skipaði sér í efsta sæti netvarnaræfingu sem haldin var í Öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi í dag. Æfingin, sem ber heitið Locked Shields, er haldin árlega en allt að 400 manns komu að undirbúningi æfingarinnar. Hátt í þrjú þúsund sérfræðingar frá 38 löndum tóku þátt í æfingunni. Markmiðið er að æfa þátttakendur í að verja samfélag gegn samræmdum og víðtækum netárásum, að því er fram kemur í tilkynningu Haft er eftir Dr. Sigurði Emil Pálssyni, fulltrúa Íslands hjá Öndvegissetrinu í Tallinn, að leggja þurfi áherslu á samhæfðar varnir, enda verið að tala um samhæfðar árásir á samfélagið í heild. „Gildi æfingar eins og þessarar felst í því að hún gefur íslenskum sérfræðingum tækifæri til að skipuleggja varnarsamvinnu sína og einnig samvinnu við sérfræðinga annarra ríkja, sem er nauðsynleg þegar um umfangsmiklar samfélagslegar netárásir er að ræða. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná samvinnu við Svía, sem voru í fyrsta sæti fyrir tveimur árum og ég heyri hér í stjórnstöð æfingarinnar að Svíar eru eftirsóttir samstarfsaðilar. Jafnframt hef ég frétt frá Svíum að samvinnan við íslensku sérfræðingana hafi verið góð, þannig við eigum okkar hlut í þessu fyrsta sæti.“ Netöryggi NATO Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Æfingin, sem ber heitið Locked Shields, er haldin árlega en allt að 400 manns komu að undirbúningi æfingarinnar. Hátt í þrjú þúsund sérfræðingar frá 38 löndum tóku þátt í æfingunni. Markmiðið er að æfa þátttakendur í að verja samfélag gegn samræmdum og víðtækum netárásum, að því er fram kemur í tilkynningu Haft er eftir Dr. Sigurði Emil Pálssyni, fulltrúa Íslands hjá Öndvegissetrinu í Tallinn, að leggja þurfi áherslu á samhæfðar varnir, enda verið að tala um samhæfðar árásir á samfélagið í heild. „Gildi æfingar eins og þessarar felst í því að hún gefur íslenskum sérfræðingum tækifæri til að skipuleggja varnarsamvinnu sína og einnig samvinnu við sérfræðinga annarra ríkja, sem er nauðsynleg þegar um umfangsmiklar samfélagslegar netárásir er að ræða. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná samvinnu við Svía, sem voru í fyrsta sæti fyrir tveimur árum og ég heyri hér í stjórnstöð æfingarinnar að Svíar eru eftirsóttir samstarfsaðilar. Jafnframt hef ég frétt frá Svíum að samvinnan við íslensku sérfræðingana hafi verið góð, þannig við eigum okkar hlut í þessu fyrsta sæti.“
Netöryggi NATO Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira