Vorið verður fremur svalt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 11:03 Einar Sveinbjörnsson segir að vorið verði svalt en maímánuður verði þurr. Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“ Veður Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“
Veður Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira