Mikilvægt að grípa börn með lesblindu snemma Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. apríl 2023 12:11 Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerði rannsóknina og segir hún niðurstöðurnar merkilegar. HÍ/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi. Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu. Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu.
Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32
Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00