Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2023 19:31 Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn eftir kosningarnar 2022. Flokkarnir höfðu þá samanlagt 56,4 prósent kjósenda á bakvið sig en í dag nýtur meirihlutinn stuðnings 54,8 prósent kjósenda samkvæmt könnun Maskínu. Mikil fylgisaukning Samfylkingarinnar og töluverð fylgisaukning Viðreisnar og Pírata bætir upp töluvert fylgistap Framsóknarflokksins Vísir/RagnarVisage Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Könnun Maskínu var gerð dagana 16. til 21. mars og 13. til 21. apríl þar sem tæplega ellefu hundruð borgarbúar á kosningaaldri voru spurðir út í ýmislegt eins og hvort meirihlutinn hefði staðið sig vel eða illa? Aðeins 16,8 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig vel, 29 prósent í meðallagi en 54,1 prósent telja hann hafa staðið sig illa. Heldur fleiri en í sams konar könnun frá því í desember þegar 44,9 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig illa og 21,5 prósent að hann hefði staðið sig vel. Niðurstöðurnar eru ekki mikið meira uppörvandi fyrir flokkana í minnihlutanum. Nú telja 12 prósent hann hafa staðið sig vel, 41,8 prósent í meðallagi og 46,1 prósent að minnihlutinn hafi staðið sig illa. Einnig heldur fleiri en í desemberkönnun Maskínu. Þá var spurt hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Álit fólks skiptist mikið eftir því hvar það býr í borginni. Íbúar í miðborginni og Vesturbænum er ángðastir með störf borgarstjóra en íbúar austan Elliðaáa eru mjög óánægðir með störf hans.Grafík/Sara Ánægðastir eru íbúar í miðborg og Vesturbæ eða 33,8 prósent en þar eru 36,8 prósent einnig óánægð með störf borgarstjórans. Í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum eru 30 prósent ánægð með störf Dags en 50 prósent íbúanna óánægð. Minnstrar hilli nýtur borgarstjórinn í hverfum austan Elliðaáa. Þar eru aðeins 14,5 prósent ánægð með störf hans en 66,6 prósent óánægð. Einar Þorsteinsson forseti borgarstjórnar og Dagur B Eggertsson borgarstjóri hafa bráðlega stólaskipti. Vísir/Ragnar Visage Dagur lætur bráðlega af embætti borgarstjóra samkvæmt samkomulagi flokkanna í meirihlutanum þegar hann og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og forseti borgarstjórnar hafa stólaskipti. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í kosningunum í fyrra með 18,7 prósent atkvæða. Flokkurinn hefur hins vegar tapað miklu fylgi síðan þá samkvæmt könnun Maskínu. Framsókn mælist nú með 5,1 prósent atkvæða og hefur fylgið minnkað frá því í desember þegar það var 8,1 prósent. Viðreisn sækir á og er nú með 8,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í desember og mælist nú með 25,2 prósent eins og í kosningunum. Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur aukist eins og á landsvísu, eða úr 20,3 prósentum í borgarstjórnarkosningunum í 27 prósent nú. Fylgi Sjálfstæðisflokskins nú er það sama og í kosningunum.Grafík/Sara Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og áður en Sósíalistaflokkurinn er að braggast með 9,7 prósent og Miðflokkurinn er áfram undir fimm prósentunum. Píratar missa töluvert fylgi frá því í desemberkönnun og eru nú með 14,4 prósent. Samfylkingin bætir aftur á móti við sig töluverðu fylgi bæði frá kosningum og desemberkönnun og mælist nú stærst í borginni með 27 prósenta fylgi. Vinstri græn njóta svipaðs fylgis og í kosningunum í fyrra með 4,1 prósent. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 19. apríl 2023 16:10 Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 18. apríl 2023 18:59 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 16. til 21. mars og 13. til 21. apríl þar sem tæplega ellefu hundruð borgarbúar á kosningaaldri voru spurðir út í ýmislegt eins og hvort meirihlutinn hefði staðið sig vel eða illa? Aðeins 16,8 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig vel, 29 prósent í meðallagi en 54,1 prósent telja hann hafa staðið sig illa. Heldur fleiri en í sams konar könnun frá því í desember þegar 44,9 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig illa og 21,5 prósent að hann hefði staðið sig vel. Niðurstöðurnar eru ekki mikið meira uppörvandi fyrir flokkana í minnihlutanum. Nú telja 12 prósent hann hafa staðið sig vel, 41,8 prósent í meðallagi og 46,1 prósent að minnihlutinn hafi staðið sig illa. Einnig heldur fleiri en í desemberkönnun Maskínu. Þá var spurt hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Álit fólks skiptist mikið eftir því hvar það býr í borginni. Íbúar í miðborginni og Vesturbænum er ángðastir með störf borgarstjóra en íbúar austan Elliðaáa eru mjög óánægðir með störf hans.Grafík/Sara Ánægðastir eru íbúar í miðborg og Vesturbæ eða 33,8 prósent en þar eru 36,8 prósent einnig óánægð með störf borgarstjórans. Í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum eru 30 prósent ánægð með störf Dags en 50 prósent íbúanna óánægð. Minnstrar hilli nýtur borgarstjórinn í hverfum austan Elliðaáa. Þar eru aðeins 14,5 prósent ánægð með störf hans en 66,6 prósent óánægð. Einar Þorsteinsson forseti borgarstjórnar og Dagur B Eggertsson borgarstjóri hafa bráðlega stólaskipti. Vísir/Ragnar Visage Dagur lætur bráðlega af embætti borgarstjóra samkvæmt samkomulagi flokkanna í meirihlutanum þegar hann og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og forseti borgarstjórnar hafa stólaskipti. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í kosningunum í fyrra með 18,7 prósent atkvæða. Flokkurinn hefur hins vegar tapað miklu fylgi síðan þá samkvæmt könnun Maskínu. Framsókn mælist nú með 5,1 prósent atkvæða og hefur fylgið minnkað frá því í desember þegar það var 8,1 prósent. Viðreisn sækir á og er nú með 8,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í desember og mælist nú með 25,2 prósent eins og í kosningunum. Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur aukist eins og á landsvísu, eða úr 20,3 prósentum í borgarstjórnarkosningunum í 27 prósent nú. Fylgi Sjálfstæðisflokskins nú er það sama og í kosningunum.Grafík/Sara Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og áður en Sósíalistaflokkurinn er að braggast með 9,7 prósent og Miðflokkurinn er áfram undir fimm prósentunum. Píratar missa töluvert fylgi frá því í desemberkönnun og eru nú með 14,4 prósent. Samfylkingin bætir aftur á móti við sig töluverðu fylgi bæði frá kosningum og desemberkönnun og mælist nú stærst í borginni með 27 prósenta fylgi. Vinstri græn njóta svipaðs fylgis og í kosningunum í fyrra með 4,1 prósent.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 19. apríl 2023 16:10 Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 18. apríl 2023 18:59 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22
Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 19. apríl 2023 16:10
Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 18. apríl 2023 18:59
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent