Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um ópíóðafaraldurinn sem geysar nú í landinuu en óvenju mörg ungmenni hafa látið lífið undanfarið eftir ofneyslu slíkra efna. 

Heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í mörg ár segir skort á fjölbreyttum úrræðum. 

Þá heyrum við í heilbrigðisráðherra og þingmönnum sem tóku málið upp á Alþingi í morgun. 

Einnig fjöllum við um þing ASÍ sem hefst í dag en þar eru tveir í framboði til forseta. 

Og að lokum fjöllum við um snjóinn sem féll á höfuðborgarsvæðinu í morgun og kom mörgum í opna skjöldu. Veðurfræðingur segir harla óvenjulegt að svo mikill snjór falli á þessum árstíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×