Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 12:02 Þingið leggst vel í Ólöfu Helgu sem er annar frambjóðandinn til embættis forseta ASÍ. Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira