Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2023 11:11 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði starfshópinn sem skilaði tillögunum um að kanna skyldi mögulega sameiningu skólanna. Vísir/Arnar Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira