Kastljósinu beint að staðreyndum Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 2. maí 2023 14:31 Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun