Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. maí 2023 19:00 Einar er ekki ánægður með Orra sem gagnrýnt hefur uppbygginguna í fjölmiðlum. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins. „Orri sat í stýrihópnum í tæpt ár en hleypur svo frá niðurstöðunni. Það kemur mér á óvart. Menn verða að standa við það sem þeir segja í skýrslunni,“ sagði Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. En hann mætti þar Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er ekki þörf á að hætta við uppbyggingu í hverfinu Nýja Skerjafirði þó að áhrif hennar á flugvöllinn séu neikvæð. Með mótvægisaðgerðum, eins og að lækka byggingar og móta landslag, verði hægt minnka neikvæð áhrif vindafars á flug. Einar sagði skýrsluna faglega og tæknilega. Engir aðrir flugvellir hefðu verið rannsakaðir jafn ítarlega með þessum hætti nema Schipol í Hollandi og einn flugvöllur í Ástralíu. Orri, sem situr í öryggisnefnd FIA, hefur komið fram í fjölmiðlum eftir að skýrslan var birt og varað við að notagildi vallarins muni skerðast. Það er að það verði erfiðleikar í áætlunarflugi og að uppbyggingin muni hafa veruleg áhrif á sjúkraflug. Það muni þurfa að nota Glasgow flugvöll oftar sem varaflugvöll. Standa vörð um Reykjavíkurflugvöll Einar ítrekaði samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 þar sem segir að á meðan flugvöllurinn sé í Vatnsmýri sé ekki heimilt að skerða rekstraröryggi hans. Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir sjúkraflug og þjóni sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Það er afstaða okkar í Framsókn að við eigum að standa vörð um flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýri,“ sagði Einar. Þetta hafi meðal annars kristallast í því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, beindi tilmælum til borgarinnar að reisa ekki byggingar sem gætu haft áhrif á rekstraröryggi flugvallarins. Borgin hafi fylgt því. Jafn framt sagði hann skotgrafarhernað einkenna umræðuna um Reykjavíkurflugvöll síðustu áratugi. Það sé freistandi fyrir stjórnmálamenn að gera mikinn uppslátt í fjölmiðlum og draga fólk í dilka. Framsókn og flugvallarandstæðingar Kjartan sagði að samkomulagið frá árinu 2019 hefði verið svikið. Þetta birtist bæði í orðum Orra og þeim fyrirvörum sem settir séu í skýrslu starfshópsins. „Einar sér borgarstjórastólinn í hyllingum og er tilbúinn að selja frá sér þetta mál sem Framsóknarmenn hafa löngum verið traustir í en ekki lengur,“ sagði Kjartan og nefndi að Framsókn ætti kannski að bjóða fram undir heitinu Framsókn og flugvallarandstæðingar því eitt sinn hefðu þeir boðið fram sem Framsókn og flugvallarvinir. Kjartan sagði Samfylkinguna ætla sér að slá flugvöllinn af gegn vilja meirihluta landsmanna. „Þá var farið í að þjarma að flugvellinum og þrengja að honum hér og þar,“ sagði Kjartan. „Taka brautir og byggja í kring, vitandi það að á endanum yrði rekstraröryggið skert svo mikið að það verður ekki hægt að lenda þar lengur. Því miður hafa Framsóknarmenn í Reykjavík gengið Samfylkingunni á hönd í þessu máli.“ Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Orri sat í stýrihópnum í tæpt ár en hleypur svo frá niðurstöðunni. Það kemur mér á óvart. Menn verða að standa við það sem þeir segja í skýrslunni,“ sagði Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. En hann mætti þar Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er ekki þörf á að hætta við uppbyggingu í hverfinu Nýja Skerjafirði þó að áhrif hennar á flugvöllinn séu neikvæð. Með mótvægisaðgerðum, eins og að lækka byggingar og móta landslag, verði hægt minnka neikvæð áhrif vindafars á flug. Einar sagði skýrsluna faglega og tæknilega. Engir aðrir flugvellir hefðu verið rannsakaðir jafn ítarlega með þessum hætti nema Schipol í Hollandi og einn flugvöllur í Ástralíu. Orri, sem situr í öryggisnefnd FIA, hefur komið fram í fjölmiðlum eftir að skýrslan var birt og varað við að notagildi vallarins muni skerðast. Það er að það verði erfiðleikar í áætlunarflugi og að uppbyggingin muni hafa veruleg áhrif á sjúkraflug. Það muni þurfa að nota Glasgow flugvöll oftar sem varaflugvöll. Standa vörð um Reykjavíkurflugvöll Einar ítrekaði samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 þar sem segir að á meðan flugvöllurinn sé í Vatnsmýri sé ekki heimilt að skerða rekstraröryggi hans. Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir sjúkraflug og þjóni sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. „Það er afstaða okkar í Framsókn að við eigum að standa vörð um flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýri,“ sagði Einar. Þetta hafi meðal annars kristallast í því þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, beindi tilmælum til borgarinnar að reisa ekki byggingar sem gætu haft áhrif á rekstraröryggi flugvallarins. Borgin hafi fylgt því. Jafn framt sagði hann skotgrafarhernað einkenna umræðuna um Reykjavíkurflugvöll síðustu áratugi. Það sé freistandi fyrir stjórnmálamenn að gera mikinn uppslátt í fjölmiðlum og draga fólk í dilka. Framsókn og flugvallarandstæðingar Kjartan sagði að samkomulagið frá árinu 2019 hefði verið svikið. Þetta birtist bæði í orðum Orra og þeim fyrirvörum sem settir séu í skýrslu starfshópsins. „Einar sér borgarstjórastólinn í hyllingum og er tilbúinn að selja frá sér þetta mál sem Framsóknarmenn hafa löngum verið traustir í en ekki lengur,“ sagði Kjartan og nefndi að Framsókn ætti kannski að bjóða fram undir heitinu Framsókn og flugvallarandstæðingar því eitt sinn hefðu þeir boðið fram sem Framsókn og flugvallarvinir. Kjartan sagði Samfylkinguna ætla sér að slá flugvöllinn af gegn vilja meirihluta landsmanna. „Þá var farið í að þjarma að flugvellinum og þrengja að honum hér og þar,“ sagði Kjartan. „Taka brautir og byggja í kring, vitandi það að á endanum yrði rekstraröryggið skert svo mikið að það verður ekki hægt að lenda þar lengur. Því miður hafa Framsóknarmenn í Reykjavík gengið Samfylkingunni á hönd í þessu máli.“
Reykjavík síðdegis Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27. apríl 2023 10:19
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12