Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2023 20:30 Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá HSU, segir erfitt að fá fólk í sjúkraflutninga og bráðaviðbragð, sérstaklega þegar austar dregur. Vísir/Arnar Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“ Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00