Sá áður óþekkt smástirnabelti sem óséðar reikistjörnur móta Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 23:30 Efnisskífa í kringum stjörnuna Fomalhaut á mynd James Webb-geimsjónaukans. Þrjú gulleit smástirnabelti innan skífunnar urðu líklega til fyrir þyngdaráhrif reikistjarna sem eru að fæðast. Stjarnan í miðjunni var skyggð til þess trufla ekki athuganir á rykskífunni. NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Tvö áður óþekkt smástirnabelti sáust í efnisskífu í kringum nálæga stjörnu þegar James Webb-geimsjónaukinn beindi sínu haukfráa auga að sólkerfinu. Stjörnufræðingar telja næsta víst að óséðar reikistjörnur í fæðingu móti beltin. Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman. Geimurinn Vísindi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira