Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 19:16 Carroll (t.h.) sakaði Trump (t.v.) um að hafa ráðist á síg í stórverslun og nauðgað sér árið 1995 eða 1996. AP/samsett Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. Carroll, sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle, höfðaði einkamál gegn Trump og sakaði hann um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Hún kærði Trump einnig fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann hafði uppi um hana eftir að hún setti ásakanir sínar á hendur honum fram. Trump neitaði allri sök og sakaði Carroll um að ljúga upp á sig til þess að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Hann bar ekki vitni við réttarhöldin. Það tók kviðdómendurna níu aðeins nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu í dag. Þeir höfnuðu ásökun Carroll um að Trump hefði nauðgað henni en töldu fyrrverandi forsetann sekan um að hafa misnotað hana kynferðislega. Skilgreiningin á kynferðislegri misnotkun er að hafa uppi kynferðislega tilburði við manneskju án samþykkis hennar samkvæmt lögum í New York. „Ég hef alls enga hugmynd um hver þessi kona er. Þessi dómur er hneisa, framhald á mestu nornaveiðum sögunnar,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum Truth eftir að dómurinn féll. Forsetaframboð Trump bætti við að niðurstöðunni yrði strax áfrýjað. Lægri þröskuldur í einkamálum Mál Carroll gegn Trump var einkamál en ekki sakamál. Dómurinn fer því ekki á sakaskrá Trump og hann á ekki yfir sér fangelsisdóm. Lægri þröskuldur er fyrir því að sanna ásakanir í einkamálum en sakamálum. Dómari sagði kviðdómendum að ef þeir teldu meira en helmingslíkur á að Trump hefði nauðgað Carroll ættu þeir að dæma hann skaðabótaskyldan. Teldu þeir líkurnar minni gætu þeir fundið hann sekan um vægara kynferðisbrot. Ummæli Trump um að Carroll lygi upp á sig lét hann falla á samfélagsmiðli í haust. Kviðdómendurnir töldu að Carroll hefði sannað að Trump hefði vitað að fullyrðingar hans væru rangar og að hann hefði sett þær fram af meinfýsni. Sagði hann hafa ráðist á sig í mátunarklefa Carroll lýsti því fyrir dómi að hún hefði rekist á Trump þegar hún var í stórversluninni Bergdorf Goodman árið 1996. Hún var þá þekktur pistlahöfundur en Trump rak fasteignaveldi í New York. Hann hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. Trump hafi viljað kaupa nærföt og beðið Carroll um að máta þau fyrir sig. Hún hafi ekki viljað það en Trump hafi engu að síður ýtt henni í átt að mátunarklefa. Carroll sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega þar sem létt hafi verið yfir honum og þau daðrað. Gamanið hafi kárnað inni í mátunarklefanum. Trump hafi kysst hana með valdi og svo nauðgað henni. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Sjá meira
Carroll, sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle, höfðaði einkamál gegn Trump og sakaði hann um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Hún kærði Trump einnig fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann hafði uppi um hana eftir að hún setti ásakanir sínar á hendur honum fram. Trump neitaði allri sök og sakaði Carroll um að ljúga upp á sig til þess að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Hann bar ekki vitni við réttarhöldin. Það tók kviðdómendurna níu aðeins nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu í dag. Þeir höfnuðu ásökun Carroll um að Trump hefði nauðgað henni en töldu fyrrverandi forsetann sekan um að hafa misnotað hana kynferðislega. Skilgreiningin á kynferðislegri misnotkun er að hafa uppi kynferðislega tilburði við manneskju án samþykkis hennar samkvæmt lögum í New York. „Ég hef alls enga hugmynd um hver þessi kona er. Þessi dómur er hneisa, framhald á mestu nornaveiðum sögunnar,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum Truth eftir að dómurinn féll. Forsetaframboð Trump bætti við að niðurstöðunni yrði strax áfrýjað. Lægri þröskuldur í einkamálum Mál Carroll gegn Trump var einkamál en ekki sakamál. Dómurinn fer því ekki á sakaskrá Trump og hann á ekki yfir sér fangelsisdóm. Lægri þröskuldur er fyrir því að sanna ásakanir í einkamálum en sakamálum. Dómari sagði kviðdómendum að ef þeir teldu meira en helmingslíkur á að Trump hefði nauðgað Carroll ættu þeir að dæma hann skaðabótaskyldan. Teldu þeir líkurnar minni gætu þeir fundið hann sekan um vægara kynferðisbrot. Ummæli Trump um að Carroll lygi upp á sig lét hann falla á samfélagsmiðli í haust. Kviðdómendurnir töldu að Carroll hefði sannað að Trump hefði vitað að fullyrðingar hans væru rangar og að hann hefði sett þær fram af meinfýsni. Sagði hann hafa ráðist á sig í mátunarklefa Carroll lýsti því fyrir dómi að hún hefði rekist á Trump þegar hún var í stórversluninni Bergdorf Goodman árið 1996. Hún var þá þekktur pistlahöfundur en Trump rak fasteignaveldi í New York. Hann hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. Trump hafi viljað kaupa nærföt og beðið Carroll um að máta þau fyrir sig. Hún hafi ekki viljað það en Trump hafi engu að síður ýtt henni í átt að mátunarklefa. Carroll sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega þar sem létt hafi verið yfir honum og þau daðrað. Gamanið hafi kárnað inni í mátunarklefanum. Trump hafi kysst hana með valdi og svo nauðgað henni. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Sjá meira
Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23
„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent