Álftir byrjaðar að drepast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. maí 2023 16:06 Ekki hefur tekist að ná stroksýni úr álft enn þá. Vilhelm Gunnarsson Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. „Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte. Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
„Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte.
Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51
Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57