Sannfærður um Carrick hafi það sem þarf til að stýra Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2023 07:00 Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick að ræða málin. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, telur nær öruggt að Michael Carrick – fyrrum aðstoðarmaður Solskjær – muni stýra Man United einn daginn. Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira