Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 16:30 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að tillaga um úrsögn félagsins úr SGS tengist ekki því að félagið fylgdi sambandinu ekki að málum við gerð síðustu kjarasamninga. Stöð 2/Ívar Fannar Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40