Haaland ekki sá verðmætasti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 11:01 Erling Haaland og Vinicius Junior eru báðir 22 ára gamlir en Vinicius er verðmætari að mati CIES. AP/Manu Fernandez Fjórir fótboltamenn heimsins eru meira virði en tvö hundruð milljón evrur samkvæmt nýrri úttekt CIES. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hefur átt magnað fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og flestir myndu trúa að hann væri sá verðmætasti í heimi en svo er ekki. Haaland hefur skorað 51 mörk í 47 leikjum fyrir topplið Manchester City sem á góða möguleika á því að vinna þrennuna. CIES: Verdsetter Haaland til over to milliarder kroner https://t.co/QfG8FaZP0Z— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2023 Á toppi listans eru þeir Vinicius Junior hjá Real Madrid og Kylian Mbappé hjá Paris Saint-Germain. Báðir eru þeir metnir á 250 milljónir evra eða 37,6 milljarða íslenskra króna. Vinicius er 22 ára gamall Brasilíumaður en Mbappé er 24 ára Frakki. Hinn 22 ára gamli Haaland deilir þriðja sætinu með hinum nítján ára miðjumanni Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund. Báðir eru þeir metnir á tvö hundruð miljón evrur eða rétt rúma þrjátíu milljarða í íslenskum krónum. Bellingham þykir líklegur til að verða leikmaður Real Madrid í sumar og þá hefur Mbappé einnig verið mikið orðaður við spænska stórliðið. Í næstu sætum eru síðan Bukayo Saka hjá Arsenal, Pedri Gonzalez hjá Barcelona, Pablo Gavi hjá Barcelona, Rodrygo hjá Real Madrid, Jamal Musiala hjá Bayern Munchen, Phil Foden hjá Manchester City og Daderico Valverde hhá Real Madrid en þeir eru allir metnir á 150 milljónir evra. Það má nálgast allan listann með því að smella hér. CIES stendur fyrir Comparative and International Education Society sem er eins konar aljþjóðleg rannsóknarstofa fótboltans. Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hefur átt magnað fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og flestir myndu trúa að hann væri sá verðmætasti í heimi en svo er ekki. Haaland hefur skorað 51 mörk í 47 leikjum fyrir topplið Manchester City sem á góða möguleika á því að vinna þrennuna. CIES: Verdsetter Haaland til over to milliarder kroner https://t.co/QfG8FaZP0Z— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2023 Á toppi listans eru þeir Vinicius Junior hjá Real Madrid og Kylian Mbappé hjá Paris Saint-Germain. Báðir eru þeir metnir á 250 milljónir evra eða 37,6 milljarða íslenskra króna. Vinicius er 22 ára gamall Brasilíumaður en Mbappé er 24 ára Frakki. Hinn 22 ára gamli Haaland deilir þriðja sætinu með hinum nítján ára miðjumanni Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund. Báðir eru þeir metnir á tvö hundruð miljón evrur eða rétt rúma þrjátíu milljarða í íslenskum krónum. Bellingham þykir líklegur til að verða leikmaður Real Madrid í sumar og þá hefur Mbappé einnig verið mikið orðaður við spænska stórliðið. Í næstu sætum eru síðan Bukayo Saka hjá Arsenal, Pedri Gonzalez hjá Barcelona, Pablo Gavi hjá Barcelona, Rodrygo hjá Real Madrid, Jamal Musiala hjá Bayern Munchen, Phil Foden hjá Manchester City og Daderico Valverde hhá Real Madrid en þeir eru allir metnir á 150 milljónir evra. Það má nálgast allan listann með því að smella hér. CIES stendur fyrir Comparative and International Education Society sem er eins konar aljþjóðleg rannsóknarstofa fótboltans.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira