Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 22:11 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Aðsend Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“ Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira