Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 22:11 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Aðsend Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“ Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira