15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. maí 2023 09:01 Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun