Líklegt að árásirnar haldi áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 19:01 Anton M. Egilsson er forstjóri Syndis. Aðsend Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton. Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton.
Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira