„Stefni að sjálfsögðu á að vinna þennan fyrsta titil minn án Pavels“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2023 09:31 Kristófer hefur verið einn besti leikmaður Vals í úrslitakeppninni vísir/sigurjón Einn stærsti íþróttaviðburður ársins fer fram í Origo-höllinni í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Tindastólsmönnum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarna Vals segist vera klár í slaginn. Uppselt er á leikinn og telja Valsmenn að þeir hafi getað selt yfir fimm þúsund miða á leikinn. Þetta er annað árið í röð þar sem liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en fyrir ári, upp á dag, vann Valur þægilegan sigur þá, en hvað gerist í ár. „Skrokkurinn er bara fínn og andlega heilsan sömuleiðis ágæt held ég. Þetta er bara spenna, stress og mikið af tilfinningum sem fara í þetta,“ segir Kristófer Acox leikmaður Vals í samtali við fréttastofu. „Ég hef sjálfur verið í þessari stöðu að spila oddaleik. Flestallir í liðinu í fyrra voru á sama stað í fyrra. Auðvitað er Pavel núna hinu megin við borðið og hann er með sína reynslu en sem þjálfari ekki svo mikla. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir mæta og hvernig spennustigið verður.“ Kristófer hefur aldrei áður unnið Íslandsmeistaratitil án Pavels Ermolinskij sem er í dag þjálfari Stólana. „Við erum að sjálfsögðu góðir vinir og eigum mikla sögu saman. En í leiknum verðum við andstæðingar og það er ekkert öðruvísi fyrir mig að sjá hann hinu megin við gólfið. Þetta er körfuboltaleikur sem við stefnum báðir að vinna en það getur bara verið einn sigurvegari. Ég stefni að sjálfsögðu að vinna þennan fyrsta titil minn án Pavels“ Hann segir að vissulega taki svona leikur á taugarnar. „Maður fær alveg reglulega fiðring í magann yfir daginn og maður er spenntur. Svo um leið og leikurinn er byrjaður þá fjarar þetta út. Þú reynir bara að spila þinn besta leik og vilt auðvitað vinna. Maður setur pressu á sig að vinnan leikinn en maður má ekki vera hræddur við önnur úrslit. Maður verður bara að fara inn í leikinn til að njóta, og njóta þess að vera í þessari stöðu. Þetta verður örugglega stærsti íþróttaviðburður ársins.“ Subway-deild karla Valur Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Uppselt er á leikinn og telja Valsmenn að þeir hafi getað selt yfir fimm þúsund miða á leikinn. Þetta er annað árið í röð þar sem liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en fyrir ári, upp á dag, vann Valur þægilegan sigur þá, en hvað gerist í ár. „Skrokkurinn er bara fínn og andlega heilsan sömuleiðis ágæt held ég. Þetta er bara spenna, stress og mikið af tilfinningum sem fara í þetta,“ segir Kristófer Acox leikmaður Vals í samtali við fréttastofu. „Ég hef sjálfur verið í þessari stöðu að spila oddaleik. Flestallir í liðinu í fyrra voru á sama stað í fyrra. Auðvitað er Pavel núna hinu megin við borðið og hann er með sína reynslu en sem þjálfari ekki svo mikla. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir mæta og hvernig spennustigið verður.“ Kristófer hefur aldrei áður unnið Íslandsmeistaratitil án Pavels Ermolinskij sem er í dag þjálfari Stólana. „Við erum að sjálfsögðu góðir vinir og eigum mikla sögu saman. En í leiknum verðum við andstæðingar og það er ekkert öðruvísi fyrir mig að sjá hann hinu megin við gólfið. Þetta er körfuboltaleikur sem við stefnum báðir að vinna en það getur bara verið einn sigurvegari. Ég stefni að sjálfsögðu að vinna þennan fyrsta titil minn án Pavels“ Hann segir að vissulega taki svona leikur á taugarnar. „Maður fær alveg reglulega fiðring í magann yfir daginn og maður er spenntur. Svo um leið og leikurinn er byrjaður þá fjarar þetta út. Þú reynir bara að spila þinn besta leik og vilt auðvitað vinna. Maður setur pressu á sig að vinnan leikinn en maður má ekki vera hræddur við önnur úrslit. Maður verður bara að fara inn í leikinn til að njóta, og njóta þess að vera í þessari stöðu. Þetta verður örugglega stærsti íþróttaviðburður ársins.“
Subway-deild karla Valur Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira