Ökumenn ökutækja sem taka á sig mikinn vind þurfa að hafa mikinn vara á. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er ekki talið að fleiri viðvaranir verði settar í gang en þessar gætu þó lengst. Sem stendur renna þær út á miðnætti á morgun.
Breiðafjörður
Sunnan og suðvestan hvassviðri, 15-20 m/s. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 m/s, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og í Dölunum. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Vestfirðir
Suðvestan hvassviðri, 13-18 m/s. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 m/s. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Strandir og Norðurland vestra
Sunnan og suðvestan hvassviðri, 13-18 m/s. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 m/s. Eins gæti skyggni orðið takmarkað á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.