Pétur Rúnar: Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu, bara takk! Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 23:35 Pétur Rúnar eltir Kára Jónsson eins og skugginn Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu. „Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“ Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira