Pétur Rúnar: Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu, bara takk! Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 23:35 Pétur Rúnar eltir Kára Jónsson eins og skugginn Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu. „Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“ Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
„Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira