Þá heyrum við í veðurfræðingi vegna gulra viðvarana sem hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn. Á morgun er annar dagur Hvítasunnu og mikill ferðadagur.
Íslensk kona, sem kafað hefur ofan í opinber gögn um stórt morðmál sem átti sér stað í bandarískum háskóla í vetur, fékk í vikunni að fara inn í réttarsal þegar hinn grunaði var leiddur fyrir dómara. Hún segir súrrealískt en þungbært að hafa séð hann og aðstæður með eigin augum eftir að hafa skoðað málið í svo langan tíma.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.