Geðþóttaákvarðanir valdhafanna Þórarinn Eyfjörð skrifar 30. maí 2023 09:00 Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar