Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Íbúar hafa skeggrætt stigann á íbúahópi Breiðholts og segja hann stinga í stúf við umhverfi sitt. Vísir/Vilhelm Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44