Viðskipti innlent

Landsbankinn fyrstur til eftir stýrivaxtahækkun

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Nýtt glæsilegt Landsbankahús hefur verið tekið í notkun. Húsið er steinsnar frá Seðlabanka Íslands sem tók ákvörðun um enn eina stýrivaxtahækkun í síðustu viku.
Nýtt glæsilegt Landsbankahús hefur verið tekið í notkun. Húsið er steinsnar frá Seðlabanka Íslands sem tók ákvörðun um enn eina stýrivaxtahækkun í síðustu viku.

Landsbankinn hefur breytt vöxtum sínum fyrstur bankanna í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. 

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók í síðustu viku ákvörðun um að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fóru því úr 7,5 prósentum í 8,75.

Á vef Landsbankans segir að vaxtabreytingarnar taki jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Innlánsvextir

  • Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 1,25 prósentustig.
  • Viðskiptavinir fá 8,25% vexti þegar þeir spara í appinu.
  • Vextir á óverðtryggðum Fasteignagrunni verða 8,90%.
  • Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig.

Útlánavextir

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 1,25 prósentustig og verða 10,25%.
  • Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir nýrra íbúðalána til 60 mánaða hækka um 0,60 prósentustig.
  • Kjörvextir á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum hækka um 1,25 prósentustig.

Ný vaxtatafla tekur gildi fimmtudaginn 1. júní 2023.


Tengdar fréttir

Auður hækkar vexti

Vextir hjá fjármálaþjónustan Auði munu hækka um allt að 0,80 prósent frá og með deginum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×