„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2023 13:26 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, er farin inn á fund í húsakynnum ríkissáttasemjara með samninganefndum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í von um nýjan kjarasamning. Vísir/Vilhelm Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að það sé góðs viti að viðræður séu í gangi. „Þetta var langur fundur og það er auðvitað mjög gott þegar það er samtal á milli aðilanna og við erum að vonast til þess að við séum að þokast nær hvort öðru.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hafi fikrað sig nær kröfum BSRB. „Þetta er auðvitað alltaf samtal sem er í gangi. Við erum bæði með stór baklönd þannig að það er erfitt að segja hver niðurstaðan gæti orðið en það er klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga.“ Það sé þó tvennt sem BSRB geti ekki hvikað frá þrátt fyrir góðan samningsvilja. „Það er að við séum að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og sömuleiðis að það verði að lyfta allra lægstu laununum eins og hefur verði gert hjá Reykjavíkurborg þannig að verið sé að jafna launin þvert á sveitarfélögin,“ segir Sonja. Næsti fasi verkfallsaðgerða vofir yfir viðræðum Vonir eru nýhafinn fund og stefnt að því að hann verði í lengri kantinum. Verkföll hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. Þrýstingurinn eykst eftir því sem dagarnir líða samhliða stigmögnun verkfallsaðgerða. Ef samningsaðilar ná ekki saman fyrir mánudag hefst nýr og beittari fasi aðgerða. „Á mánudag, eins og varðandi leikskólana, þá leggur fólkið okkar sem starfa þar í 29 sveitarfélögum alfarið niður störf fram að 5. júlí og svo auðvitað bætast við fleiri staðir. Þetta eru áhaldahúsin, bæjarskrifstofurnar og þetta verður ótímabundið verkfall þar samningar nást varðandi sundlaugar og íþróttamannvirki. Það getur líka haft áhrif á vinnuskóla og almenningssamgöngur þannig að það bætist í fjölda starfa og sömuleiðis fjölda fólks sem leggur niður störf.“ Sonja segir að bandalagið finni fyrir miklum stuðningi. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir það og við finnum að það er að hafa áhrif. Ég vil líka færa bestu þakkir til foreldranna sem skipulögðu mótmæli í Kópavogi í gær. Ég held að þetta hafi tvímælalaust allt sitt að segja.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25 Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40 Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Fundi slitið um nótt en verður fram haldið klukkan eitt Samningafundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt. 1. júní 2023 06:25
Deiluaðilar funda í Karphúsinu í kvöld Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna. 31. maí 2023 14:40
Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59