„Drengir eru þögull hópur þolenda“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 20:30 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, stóð fyrir ráðstefnunni. Vísir/Arnar Forsvarsmaður ráðstefnu sem fjallaði um kynferðisofbeldi gegn drengjum segir drengi ólíklegri til að stíga fram og segja frá en stúlkur. Afbrotafræðingur segir að til séu úrræði til að koma í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér, og að þeim verði að beita. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu. Skipuleggjandi hennar segir ráðstefnuna öðrum þræði fjalla um kynferðisofbeldi gegn öllum börnum, þótt kastljósinu væri beint að drengjum. „Drengir eru á margan hátt ósýnilegur hópur kynferðisofbeldis. Ég segi gjarnan að stúlkur séu hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur þolenda,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Markmið ráðstefnunnar væri að skoða hvað hægt væri að gera til að aflétta þögninni í kringum kynferðisbrot gegn drengjum. „Hvernig getum við skapað samfélag þar sem þolendur, og í þessu tilviki drengir, sem stíga miklu, miklu sjaldnar fram, finni til öryggis til að segja frá áföllum og sársauka af þessu tagi.“ Aðstoð eftir afplánun Á ráðstefnunni var einkum fjallað um þolendur og úrræði fyrir fyrir þá, en sjónum var einnig beint að gerendum og hvernig koma megi í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér. Afbrotafræðingur segir slík úrræði til; það þurfi einfaldlega að beita þeim. „Aðstoð meðan á afplánun stendur, meðferð og ýmiskonar ráðgjöf sem brotamönnum stendur til boða. En það er líka með aðstoð eftir að afplánun sleppir,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ.Vísir/Arnar Með slíkri eftirfylgni væri hægt að draga verulega úr líkunum á að menn brjóti af sér eftir að hafa lokið afplánun. Heiftarleg viðbrögð samfélagsins við brotum sem þessum geti valdið því að þolendur veigri sér við að stíga fram, sér í lagi þegar þeir væru tengdir geranda. „Það er þetta sem við þurfum að rjúfa, við þurfum að fá þessi brot upp á yfirborðið og við verðum að koma í veg fyrir brot af þessu tagi,“ segir Helgi. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu. Skipuleggjandi hennar segir ráðstefnuna öðrum þræði fjalla um kynferðisofbeldi gegn öllum börnum, þótt kastljósinu væri beint að drengjum. „Drengir eru á margan hátt ósýnilegur hópur kynferðisofbeldis. Ég segi gjarnan að stúlkur séu hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur þolenda,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Markmið ráðstefnunnar væri að skoða hvað hægt væri að gera til að aflétta þögninni í kringum kynferðisbrot gegn drengjum. „Hvernig getum við skapað samfélag þar sem þolendur, og í þessu tilviki drengir, sem stíga miklu, miklu sjaldnar fram, finni til öryggis til að segja frá áföllum og sársauka af þessu tagi.“ Aðstoð eftir afplánun Á ráðstefnunni var einkum fjallað um þolendur og úrræði fyrir fyrir þá, en sjónum var einnig beint að gerendum og hvernig koma megi í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér. Afbrotafræðingur segir slík úrræði til; það þurfi einfaldlega að beita þeim. „Aðstoð meðan á afplánun stendur, meðferð og ýmiskonar ráðgjöf sem brotamönnum stendur til boða. En það er líka með aðstoð eftir að afplánun sleppir,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ.Vísir/Arnar Með slíkri eftirfylgni væri hægt að draga verulega úr líkunum á að menn brjóti af sér eftir að hafa lokið afplánun. Heiftarleg viðbrögð samfélagsins við brotum sem þessum geti valdið því að þolendur veigri sér við að stíga fram, sér í lagi þegar þeir væru tengdir geranda. „Það er þetta sem við þurfum að rjúfa, við þurfum að fá þessi brot upp á yfirborðið og við verðum að koma í veg fyrir brot af þessu tagi,“ segir Helgi.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira