„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:46 Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34
Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13
„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent