Viðbúið að menn „dusti rykið af málskjölunum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 08:23 Gylfi segir viðbúið að menn fari með málið fyrir dóm. Stöð 2/Egill Næstu mánaðamót munu vænt mánaðarleg réttindi félagsmanna LSR lækka um tæp 10 prósent og lífeyrisgreiðslur þeirra sjóðsfélaga sem ekki eru í bakábyrgð ríkissjóðs lækka um rúm 4 prósent. Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira