Birgir: Draumur hjá mér að vinna þennan bikar Árni Gísli Magnússon skrifar 6. júní 2023 20:21 Birgir samdi við KA til 2025 fyrir leiktíðina. KA Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri KA á Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri í dag. Birgir var kampakátur strax eftir leik sér bikarúrslitin í hyllingum. „Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Sjá meira
„Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Sjá meira