Skoðun

Á­skorun til sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga að standa við sín gildi og jafn­rétti á ís­lenskum vinnu­markaði

Hildur Sveinsdóttir skrifar

Heil og sæl

Sú staða sem er uppi í dag í kjaraviðræðum hjá BSRB og Samtökum Íslenskra Sveitarfélaga er ekki ásættanleg og kemur illa niður á þeim sem minnst mega sín.

Sú staða sem komin er upp bitnar á vinnumarkaðinum öllum, hefur áhrif á velferð og líðan fjölda fólks, ég tala nú ekki um hag og velferð okkar yngstu samfélagsþegna sem eru börnin okkar.

Barnafjölskyldur standa í ströggli og tapa jafnvel launum. Sumarfrídögum er fórnað vegna skerðingu á þjónustu leikskólana og allt það rót sem lagt er á börnin okkar er þeim ekki boðlegt.

Það er heillvænlegt að sveitarfélögin hugi að jafnræði og sátt. Það væri því gott fordæmi að stuðla að því að launþegar sveitarfélaganna sitji við sama borð þegar kemur að launahækkunum. Sýna jafnframt ísta verki að það mikilvæga starf sem starfsfólk sinnir sé ekki lítilsvirt með láglaunastefnu og endalausum þæfingi um ósanngjarnar kröfum um eingreiðslu sem eru til þess eins að jafna stöðuna.

Held að flestir vilji sátt og sanngirni í þessu máli.

Á vef Samband Íslenskra sveitarfélaga má sjá sameiginlega kjarastefnu ríkis og sveitarfélag sem var sett fram 21. febrúar 2019.

Þar kemur m.a. fram að framtíðarsýn sameiginlegrar kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sé að :

Hið opinbera er samkeppnisfært á vinnumarkaði og stuðlar þannig að hagkvæmni, árangri og góðri frammistöðu.

Jafnræði er í launasetningu opinberra starfsmanna og gagnsæi ríkir um laun,

önnur kjör og launaþróun.

Og þar kemur líka fram að markmið sameiginlegrar kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga

  • Tryggja samkeppnishæfni hins opinbera á vinnumarkaði.
  • Tryggja jafnræði í launasetningu opinberra starfsmanna.
  • Efla gagnsæi um laun, önnur kjör og launaþróun.

Ég skora því á Samband Íslenskra Sveitarfélaga að fylgja þessu eftir, gæta jafnréttis og taka ábyrgð samfélaginu öllu til heilla.

Höfundur er leikskólastarfsmaður hjá Borgarbyggð.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×