Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2023 07:01 Assange hefur verið haldið í Belmarsh-fangelsinu í meira en fjögur ár, þar sem heilsu hans hefur hrakað mjög. Getty/Jack Taylor Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. Lögmennirnir listuðu í kröfu sinni átta ástæður fyrir því að koma ætti í veg fyrir framsal Assange, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum fóru fram á og þáverandi innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, undirritaði. Dómarinn Jonathan Swift hafnaði hins vegar öllum rökum lögmannanna og Assange á aðeins eitt úrræði eftir innan breska dómskerfisins; lögmenn hans hafa nú fimm daga til að áfrýja málinu til tveggja dómara við sama dómstól. Ef þeir komast að sömu niðurstöðu og Swift er Mannréttindadómstóll Evrópu eina úrræðið eftir sem gæti bjargað Assange frá því að verða framseldur til Bandaríkjanna en málinu hefur þegar verið skotið þangað. Guardian hefur eftri Stellu Assange, eiginkonu og barnsmóður Julian, að þau séu enn bjartsýn á að hann verði ekki framseldur. John Shipton, faðir hans, segir fjölskylduna hafa fylgst með málinu af hryllingi og sama eigi við um allt réttsýnt fólk. Lögmenn Assange héldu því meðal annars fram að Patel hefði ekki gert rétt með því að samþykkja framsalsbeiðnina frá Bandaríkjunum, þar sem málið snérist um pólitík. Þá væri farið á eftir Assange fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt og að framsalsbeiðnin sjálf væri valdníðsla. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ár í fangelsi ef hann verður framseldur. Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Lögmennirnir listuðu í kröfu sinni átta ástæður fyrir því að koma ætti í veg fyrir framsal Assange, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum fóru fram á og þáverandi innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, undirritaði. Dómarinn Jonathan Swift hafnaði hins vegar öllum rökum lögmannanna og Assange á aðeins eitt úrræði eftir innan breska dómskerfisins; lögmenn hans hafa nú fimm daga til að áfrýja málinu til tveggja dómara við sama dómstól. Ef þeir komast að sömu niðurstöðu og Swift er Mannréttindadómstóll Evrópu eina úrræðið eftir sem gæti bjargað Assange frá því að verða framseldur til Bandaríkjanna en málinu hefur þegar verið skotið þangað. Guardian hefur eftri Stellu Assange, eiginkonu og barnsmóður Julian, að þau séu enn bjartsýn á að hann verði ekki framseldur. John Shipton, faðir hans, segir fjölskylduna hafa fylgst með málinu af hryllingi og sama eigi við um allt réttsýnt fólk. Lögmenn Assange héldu því meðal annars fram að Patel hefði ekki gert rétt með því að samþykkja framsalsbeiðnina frá Bandaríkjunum, þar sem málið snérist um pólitík. Þá væri farið á eftir Assange fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt og að framsalsbeiðnin sjálf væri valdníðsla. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ár í fangelsi ef hann verður framseldur.
Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira