Á annað þúsund kynferðisglæpamanna hefur fengið dóma sína mildaða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. júní 2023 15:45 Irene Montero, jafnréttismálaráðherra Spánar. Hæstiréttur hefur staðfest að lög sem hún fékk samþykkt í október og áttu að auka öryggi fórnarlamba kynferðisofbeldis og stuðla að þyngri dómum hafa haft þveröfug áhrif. Flest bendir til þess að dagar hennar í stjórnmálum séu senn taldir og sameinað framboð vinstri flokka vestan við Sósíaldemókrata hefur aftekið að hún verði í framboði við þingkosningarnar sem fram fara 23. júlí nk. A. Perez Meca/Getty Images 1.120 kynferðisglæpamenn á Spáni hafa fengið refsingu sína mildaða og 114 kynferðisglæpamönnum hefur sleppt áður en þeir luku afplánun vegna mistaka í nýrri lagasetningu sem var ætlað að auka öryggi og réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum. Spánn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum.
Spánn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira