Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:01 Felix Örn Friðriksson tryggir hér ÍBV stig gegn KR með marki af vítapunktinum í uppbótartíma. vísir/Anton Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Víkingar unnu Fram 3-1 í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið og eru fimm stigum fyrir ofan Val sem vann stórsigur gegn HK, 5-0. Þrír leikir hafa unnist með fimm marka mun í deildinni í ár og enduðu þeir allir með sigri Vals (1-6 gegn Fylki og 5-0 gegn KR). Breiðablik gerði hins vegar jafntefli við FH og er sjö stigum frá toppnum. ÍBV og Keflavík sitja í fallsætunum í landsleikjahléinu og eru Keflvíkingar aðeins með sjö stig. ÍBV er með 10 stig og aðeins þremur stigum á eftir HK sem er í 6. sæti. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum elleftu umferðar. Erlingur Anarsson, Danijel Djuric og Birnir Snær Ingason komu Víkingi í 3-0 gegn Fram á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik en Fred minnkaði muninn fyrir Fram. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Fram Tryggvi Hrafn Haraldsson var maður leiksins þegar Valur vann HK 5-0. Tryggvi skoraði tvö mörk líkt og Patrick Pedersen og Aron Jóhannsson skoraði eitt. Klippa: Mörkin úr leik HK og Vals Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þór Magnússon kom Keflavík yfir en Eggert Aron Guðmundsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk Keflavíkur og Stjörnunnar FH og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórkostlega skemmtilegum leik. Stefán Ingi SIgurðarson og Viktor Karl Einarsson komu Blikum í 2-0 en Davíðs Snær Jóhannsson jafnaði fyrir FH með tveimur mörkum. Klippa: Mörk FH og Breiðabliks KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli þar sem tvö víti voru dæmd á KR-inga. Fyrst varði Simen Kjellevold frá Sverri Páli Hjaltested en í seinna skiptið skoraði Felix Örn Friðriksson og jafnaði metin, í uppbótartíma, eftir að Sigurður Bjartur Hallsson hafði komið KR yfir. Klippa: Mörk KR og ÍBV KA vann Fylki 2-1. Sveinn Margeir Hauksson skoraði glæsimark fyrir KA og Harley Willard bætti við öðru áður en Benedikt Daríus Garðarsson minnkaði muninn í lokin. Klippa: Mörk KA og Fylkis Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Breiðablik KA HK ÍBV Keflavík ÍF KR Fram Stjarnan FH Fylkir Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn